150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[15:30]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur fyrir ræðuna. Þetta var mjög upplýsandi. Ég rak mig nefnilega á það, við að kynna mér þetta mál, við að lesa nefndarálitið, við að lesa greinargerðina með frumvarpinu, að upplýsingarnar sem þar komu fram um starfsemi sjóðsins eru ekki sérlega ríkulegar, svo að ég orði það pent. Ég fæ t.d. ekki séð hversu mikla peninga þessi sjóður hefur á milli handanna, hvernig hann fúnkerar eða hvað hann hefur verið að gera. Það er mjög takmarkað af upplýsingum um það í gögnum málsins. Það er því gott að fá það fram að u.þ.b. 25 millj. kr. sé úthlutað árlega en að fjármunirnir séu töluvert hærri, mér skilst að það séu um 250 millj. kr., eitthvað svoleiðis. En það breytir því ekki að málið sjálft sýnir okkur ekki alveg nákvæmlega hvaða peningar eru þarna að baki og þess vegna vantar kannski bara svolítið gagnsæi í tillögurnar sjálfar.

Þess vegna vildi ég spyrja: Hver er munurinn? Ég sá það ekki í greinargerðinni og ég sá það ekki í frumvarpinu. Hver er munurinn? (Forseti hringir.) Hvers vegna er ákveðið að fara frá ráðgjafaráði og yfir í stjórn? Ég sé engar röksemdir fyrir því. Var það eitthvað rætt innan nefndarinnar?