150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

loftslagsmál.

718. mál
[11:36]
Horfa

Orri Páll Jóhannsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Loftslagsmál eru óumdeilanlega stærsta og brýnasta viðfangsefni samtímans. Ég tek glaður þátt í öllum umbótum í þeim málum, þ.e. að við tökumst af myndugleik á við þau verkefni sem fyrir okkur liggja og styð þetta frumvarp heils hugar.