150. löggjafarþing — 129. fundur,  29. júní 2020.

fjáraukalög 2020.

841. mál
[19:03]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka spurninguna. Við ræddum þetta þó nokkuð og fengum gesti á okkar fund varðandi það. Þetta eru 25% í dag og við kölluðum eftir upplýsingum um það hvert hlutfallið væri annars staðar í heiminum. En hér hafa verið uppi áform um heildarendurskoðun á öllu þessu kerfi og fyrir liggur skýrsla frá ríkisendurskoðanda og það var okkar mat að það þyrfti að gerast í einhverju heildrænu samhengi, bæði endurgreiðsluhlutfallið og hvernig fyrirkomulagið væri á endurgreiðslum. Þess vegna varð niðurstaðan að nefndin hér legði ekki til hækkun á hlutfallinu að sinni.