150. löggjafarþing — 131. fundur,  30. júní 2020.

sjúkratryggingar.

8. mál
[02:24]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Ég vil undirstrika þakkir mínar til hv. velferðarnefndar og alls þingheims fyrir mikinn stuðning þvert á flokka. Þetta sýnir hvernig við getum breytt vinnubrögðum hér í þinginu í þessu mikilvæga máli. Við erum ekki bara að tryggja tekjulágum rétt til sálfræðiþjónustu og annarrar svipaðrar samtalsmeðferðar. Við erum ekki bara að leggja fram fyrirbyggjandi aðgerðir til skemmri og lengri tíma varðandi aðgang að sálfræðiþjónustu heldur erum við fyrst og síðast að gera andlega sjúkdóma jafn réttháa í kerfinu og þá líkamlegu. Það er verið að gera hið ósýnilega sýnilegt í kerfinu og þess vegna segi ég já.