150. löggjafarþing — 131. fundur,  30. júní 2020.

þingfrestun.

[02:34]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Forseti Íslands gjörir kunnugt:

„Að ég, að tilskildu samþykki Alþingis, veiti forsætisráðherra umboð til þess að fresta fundum Alþingis, 150. löggjafarþings, frá 29. júní 2020 eða síðar, ef nauðsyn krefur, til 27. ágúst 2020.

Gjört á Bessastöðum, 29. júní 2020.

Guðni Th. Jóhannesson.

________________

Katrín Jakobsdóttir.

 

Forsetabréf um frestun á fundum Alþingis.“

Samkvæmt þessu umboði og með vísan til samþykkis Alþingis lýsi ég því yfir að fundum Alþingis, 150. löggjafarþings, er frestað. Eins og fram hefur komið mun Alþingi koma saman til framhaldsfunda í lok ágúst. Þá er ætlunin að taka til umfjöllunar óhjákvæmilegar breytingar á fjármálastefnu vegna þess mikla efnahagsáfalls sem farsóttin hefur leitt af sér. Eins og fram kom í máli forseta þings mun nýtt þing koma saman 1. október og þar munu bíða okkar stórar áskoranir eins og raunar samfélagsins alls, en ég er fullviss um það að samhent munum við sigrast á þeim vandamálum.

Ég óska hv. alþingismönnum, starfsfólki þingsins og landsmönnum öllum gleðilegs sumars.