150. löggjafarþing — 132. fundur,  27. ág. 2020.

breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022.

968. mál
[13:34]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég velti dálítið fyrir mér hvert markmið þessarar fjármálastefnu er í raun og veru því ég sé fullt af orðum hérna um hitt og þetta en svo þegar ég skoða þjóðhagsspána sé ég ekki afurð fjármálastefnunnar í henni. Ég sé afurð peningastefnunnar í þjóðhagsspánni. Þar er vísitala neysluverðs áfram 2,5%. Þrátt fyrir þó nokkra hækkun á gengisvísitölu þá helst verðbólguviðmið, en á sama tíma fer atvinnuleysið í 6,7% á næsta ári, að því er virðist þrátt fyrir fjármálastefnuna. Þannig að ég velti fyrir mér, miðað við þær áætlanir sem eru gerðar hérna í fjármálastefnu, hvaða áhrif eiga þau markmið sem eru sett fram að hafa á þá stöðumynd sem Hagstofan sýnir okkur? Hvernig bætir þessi fjármálastefna það atvinnuleysi sem við sjáum fram á hjá innflytjendum, hjá ungu fólki, sem er upp á (Forseti hringir.) 18% núna á síðasta ársfjórðungi? Hver eru markmiðin og hver eru áhrifin af þeim?