150. löggjafarþing — 133. fundur,  28. ág. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[16:15]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hugmyndin og markmiðið er auðvitað að ekki þurfi að ganga á þessa ríkisábyrgð. Hún er einungis hugsuð til þrautavara þannig að vonandi, ef allt gengur upp hjá félaginu, þarf ríkissjóður ekki að leggja fram peninga í þessa ríkisábyrgð. Það er auðvitað það sem alla vega ég vonast til að gangi eftir. Ég get ekki séð hvaða önnur leið er fær fyrir lægri fjárhæð, vegna þess að hv. þingmaður spurði hvort að hægt væri að fara einhverja aðra leið fyrir minni peninga en þessa 16 milljarða, sem hinn fulla ríkisábyrgð væri ef gengið væri á hana alla, en markmiðið er að ríki þurfi ekki að leggja félaginu til fjármagn heldur sé þessi ríkisábyrgð til staðar til þrautavara ef hitt gengur ekki eftir.