150. löggjafarþing — 134. fundur,  2. sept. 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[21:38]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við erum að fara að greiða atkvæði um hlutdeildarlánin. Fyrr í kvöld fann ég málinu margt til foráttu, fannst það illa og hratt unnið og að það næði ekki til þeirra sem helst þyrftu á því að halda. En ég mun styðja málið á þeim forsendum að það nær þó alla vega til einhvers hóps sem þarf örugglega á því að halda. Ég vona svo heitt og innilega að það verði endurskoðað þannig að þeir sem ekki ná inn í þetta kerfi og þurfa nauðsynlega á því að halda, fái líka lausn sinna mála.