150. löggjafarþing — 135. fundur,  2. sept. 2020.

breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru .

972. mál
[22:19]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. En við vitum það, og það kom fram í nefndinni, skýrt og skorinort, að þetta eru 500 fjölskyldur, að þarna er fólk sem er að missa vinnuna vegna þess að það getur ekki stundað hana því að það verður að sinna börnum sínum. Umönnunarbætur eru þannig úr garði gerðar að um þær gilda líka ákveðnar skerðingarreglur. Umönnunarbætur og vinna eru gjörólíkir hlutir. Ef við erum á annað borð að setja í lög að bæta fólki upp vinnutap, af hverju þá í ósköpunum ekki þessum hópi? Ég spyr: Af hverju í ósköpunum er hann þá ekki fyrstur í röðinni? Þetta fólk þarf á því að halda. Það á rétt á því, alveg eins og allir hinir, og við getum ekki mismunað fólki. Við verðum að sjá til þess (Forseti hringir.) að það sé jafnt fyrir alla.