150. löggjafarþing — 137. fundur,  3. sept. 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[21:00]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um hlutdeildarlán. Hugmyndin er fengin frá Skotlandi og hefur gefið góða raun þar.

Hér eru tvær breytingartillögur sem eru tæknilegs eðlis. Í fyrsta lagi er örlítil breyting, þó ekki efnisleg, sem snýst um það að ekki skuli leita umsagnar hjá fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans heldur hjá Seðlabanka Íslands. Í öðru lagi er það að ráðherra sé gefin heimild í reglugerð um að kveða á um að umsækjendur með samþykkt kauptilboð njóti forgangs að hlutdeildarlánum. Það er til að greiða fyrir útdeilingu á þeim lánum og kemur þá til með að auðvelda og einfalda kerfið.