150. löggjafarþing — 140. fundur,  4. sept. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[15:11]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Þetta eru bara skilmálar sem búið er að skrifa undir og búið að birta þannig að þeir gilda auðvitað. Þeir eru prentaðir með í nefndarálitinu svo að þingmenn og almenningur og þeir sem vilja kynna sér málið geti glöggvað sig á því hvaða skilyrði eru sett. Þetta er sett hér með til þess að enginn þurfi að velkjast í vafa um að lántakandi má til að mynda ekki greiða sér arð ef til þess kemur að það reyni á ríkisábyrgðina, að höfuðstöðvar félagsins verða að vera á Íslandi ef til þess kemur að það þurfi að nýta sér ríkisábyrgðina. Auk þess, eins og ég fjallaði um áðan, þarf Alþingi, til þess að af veitingu ábyrgðarinnar verði, að hafa samþykkt heimild. Og hér eru skilmálarnir fyrir því hvernig það skuli gert.