150. löggjafarþing — 140. fundur,  4. sept. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[16:57]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Inga Sæland) (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég bara biðst velvirðingar á því að ég áttaði mig ekki á spurningunni. En það sem átt er við með ríkisábyrgð og lögum um ríkisábyrgð er að þar er Ríkisábyrgðasjóður sem hefði þurft að taka á málum á annan hátt en hér var gert. Þess vegna þurfti að sneiða fram hjá þeim lögum. Það er verið að sniðganga lög sem við höfum verið að byggja upp og setja til þess að reyna að vernda hagsmuni almennings. Það er verið að sniðganga Ríkisábyrgðasjóð og lög um ríkisábyrgð, svo að það sé sagt. Ég er alfarið ósammála því að hv. þingmaður geti komið hingað upp og leiðrétt mig og sagt að ég sé að fara með bull. Hv. þingmaður ætti vinsamlega að hætta að bulla sjálf. Það færi betur á því.