151. löggjafarþing — 12. fundur,  21. okt. 2020.

umræða um stjórnskipuleg álitaefni um viðbrögð við Covid.

[15:39]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég tek undir það sem komið hefur fram í máli hv. þingmanna og vil bæta við einu í viðbót, það er frumkvæði. Kallað er eftir, hefur verið gert síðan þetta ástand hófst, frumkvæði stjórnvalda vegna þeirra tilslakana sem verið hafa hér í þinginu — við höfum sýnt ástandinu skilning með því að koma málum hratt í gegn, fjáraukanum og þess háttar málum — að það sé góð eftirfylgni og að stjórnvöld sýni frumkvæði í því að koma með upplýsingar um hvernig mál standa og hvernig mál ganga. Umræða um munnlega skýrslu forsætisráðherra er í raun fyrsta skrefið sem stigið hefur verið og það var í kjölfar ákveðinnar samfélagslegrar umræðu og tillögu um að hefja rannsókn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ástandinu. En við þurfum meira af slíku í öllum nefndum, (Forseti hringir.) að stjórnvöld hafi frumkvæði að því (Forseti hringir.) að koma með upplýsingar til þingsins.