151. löggjafarþing — 12. fundur,  21. okt. 2020.

umræða um stjórnskipuleg álitaefni um viðbrögð við Covid.

[15:41]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Forseti. Ég ætla nú bara taka undir og hrósa þeim sem vekja máls á þessu mikilvæga máli og að við ræðum þetta. Ég var ánægður með að forseti skyldi hafa lengri umræðutíma í umræðu hér um daginn og ég er ánægður og vil hrósa hv. formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem tók mjög vel í mína beiðni um opinn fund um skýrslu um sóttvarnir og valdheimildir. Hann hefur svo haldið áfram umfjöllun nefndarinnar þar um, nú síðast í morgun. Ég held að það séu tveir fundir búnir fyrir utan opna fundinn þannig að það er virkt samtal í gangi innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, ekki rannsókn heldur samtal um þetta. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við nýtum þau úrræði sem við höfum til að ræða þetta sem oftast, hér sitja ráðherrar fyrir svörum og það eru sérstakar umræður, og að við séum skapandi í því að athuga hvort það séu til fleiri leiðir og getum átt gott og heilbrigt samtal um þessi mál eins og við höfum verið að gera í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.