151. löggjafarþing — 13. fundur,  21. okt. 2020.

stjórnarskipunarlög.

26. mál
[19:18]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, ég sagði það ekki og hef aldrei haldið því fram. Þetta er ekkert bundið við háalvarlegt og frosið skjal frá 2013, alls ekki. Eins og ég fór yfir í ræðu minni segir niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar að við eigum að leggja fram frumvarp sem byggt sé á drögum stjórnlagaráðs. Það þýðir að mínu mati að ef við ætlum að víkja frá þeirri útgáfu ættum við öll að vera sammála um að það sé eitthvað sem við ættum að geta látið þjóðina velja um. Mér finnst persónulega að þjóðin eigi að fá að velja hvort hún vilji upprunaleg drög eða breytt lög Alþingis. Það er ekkert frosið í þessu sambandi, ekki neitt. Núverandi þing og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd má endilega gera málefnalegar breytingar, tvímælalaust, það er ekkert flókið við það svo lengi sem fólk fær að kjósa um þetta þegar allt kemur til alls. Mér finnst það rosalega mikilvægt og nauðsynlegt. Ég veit ekki alveg hvaðan hv. þingmaður fékk þessa hugmynd, alla vega kom hún ekki frá mér.