151. löggjafarþing — 14. fundur,  22. okt. 2020.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

39. mál
[14:28]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Er þetta ekki bara rosalega gott dæmi um vandamál Reykjavíkurflugvallar? Ef 10 metra há tré í nágrenni við flugvallarsvæðið valda því að minna öryggi er á flugvellinum er það frekar dæmi um það í hvers konar vandamálum flugvallarsvæðið er en ekki það sem er fyrir utan flugvallarsvæðið. 10 metra há tré. Vá, þetta er spes.

Þyrla við Landspítala – háskólasjúkrahús? Já, vandamálið er það sama þar, vandamálið er staðsetningin á spítalanum. Hún er bara klúður, algjört klúður. Mér finnst alveg stórkostlega merkilegt að núverandi stjórnvöld hafi einmitt ákveðið að hola spítalanum niður þar miðað við allt það ferli sem var komið af stað og þá galla sem var auðveldlega hægt að benda á í því ferli. Við sitjum uppi með þetta öryggismál, nálægðina við háskólann og miðbæinn sem er atriði fyrir spítalann. Og það er öryggisatriði að flugvöllurinn sé nálægt spítalanum en til að halda spítalanum nálægt flugvellinum má ekki hafa spítala sem uppfyllir ströngustu öryggiskröfur. Þetta gengur ekki upp.