151. löggjafarþing — 19. fundur,  13. nóv. 2020.

staða skólamála á tímum Covid-19, munnleg skýrsla mennta- og menningarmálaráðherra. - Ein umræða.

[11:31]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég tek heils hugar undir þennan málflutning, þ.e. að allir þeir sem starfa í skólakerfinu hafa staðið sig algerlega stórkostlega. Vegna þess að framhaldsskólinn og háskólastigið eru undir ríkisvaldinu get ég nefnt að við höfum verið að koma til móts við framhaldsskólakennara, ekki við heldur hafa skólarnir verið að gera það sjálfir. Og af hverju hafa þeir verið að gera það? Vegna þess að við höfum verið að auka fjármuni, auka fjármagn inn í framhaldsskólastigið þannig að þeir hafa haft burði til þess að koma til móts við það aukna álag sem starfsfólk þeirra hefur verið að taka á sig. (Gripið fram í: Fær það greiðslu?) Það hefur verið, já.