151. löggjafarþing — 24. fundur,  24. nóv. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[19:23]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið og hlakka til að sjá þetta skjal. Það er býsna mikilvægt að við þingmenn áttum okkur á því þegar við erum að vinna með málið nákvæmlega hvaða upphæðir við kynnum að vera að vinna með. Þess vegna tel ég þetta skipta verulegu máli. Þarna er einmitt það fólk sem er með lægsta framfærslu, eða öllu heldur lægstu upphæðirnar til að framfleyta sér, og á þess vegna erfiðara að taka á sig þá skerðingu sem af hlýst en þeir sem eru með hærri tekjur. Það er mjög mikilvægt að þetta verði skoðað gaumgæfilega. Ég velti líka fyrir mér varðandi það að auka réttindi þeirra sem eru, eins og ráðherrann nefndi, einir foreldrar, þ.e. einir til uppeldis á barni, þó að öðru foreldri sé til að dreifa. Telur ráðherrann vera nægilega vel um það búið að þau börn eigi líka rétt á 12 mánuðum með foreldrum sínum?