151. löggjafarþing — 27. fundur,  27. nóv. 2020.

kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslu Íslands.

351. mál
[15:53]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hæstv. ráðherra segist bera mikla virðingu fyrir Landhelgisgæslunni og ég efa svo sem ekki að svo sé. En ég spyr mig hversu ofarlega í forgangsröðuninni viðhald og starfsskilyrði Landhelgisgæslunnar séu í raun og veru hjá þessari ríkisstjórn. Við vitum að viðhaldsþörfin á þyrlum Gæslunnar er rík, sérstaklega nýjum þyrlum hennar sem ráðuneytið ákvað að leigja á afsláttarprís í stað þess að kaupa betri þyrlur sem mögulega væru þá ekki búnar að koma okkur í þessa stöðu akkúrat á þessum tímapunkti. Finnur ráðherra ekki til ábyrgðar sinnar og síns ráðuneytis, að hafa ekki búið Landhelgisgæslunni betri starfsskilyrði, betri fjármögnun og betri þyrlur til að þessi staða væri ekki komin upp núna í miðju aftakaveðri?