151. löggjafarþing — 30. fundur,  2. des. 2020.

mannvirki.

17. mál
[21:38]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Vilhjálmi Árnasyni svarið. Í rauninni liggur fyrir að nefndin er ekki að hvetja til þess að núverandi regluverki, eins og það liggur fyrir, sé breytt. Það er ástæðan fyrir því að ég spyr að þessu. Þó að auðvitað sé mikilvægt að aðgengi fatlaðra sé tryggt sem allra best þá hafa verið uppi sjónarmið eins og við þekkjum, til að mynda hvort skynsamlegt væri að viðhafa þær reglur hvaðvarðar allar íbúðir, til að mynda í fjölbýlishúsum, og þá með sjónarmið um byggingarkostnað og fleira slíkt í huga. En ég er ekki með neina spurningu til hv. þingmanns í seinna andsvari mínu en það er ágætt að það liggi skýrt fyrir hvert sjónarmið nefndarinnar er.