151. löggjafarþing — 31. fundur,  3. des. 2020.

greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar á tímum kórónuveirufaraldurs .

362. mál
[18:06]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. félagsmálaráðherra ræðuna. Það var eitt atriði sem hæstv. ráðherra kom inn á sem sneri að því að lína hefði verið lögð af fjármálaráðherra hvað það varðar að taka á verktakagreiðslum íþróttahreyfingarinnar í öðru máli, í öðru frumvarpi. Mig langar til að biðja hæstv. ráðherra að staðfesta þennan skilning minn á ræðu hans, ef hann færi þá inn á í hvaða máli það er og hvort hann sjái fyrir sér að í því máli verði verktakagreiðslur íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar hanteraðar með sama hætti og launagreiðslur eru hanteraðar í þessu frumvarpi.