151. löggjafarþing — 32. fundur,  7. des. 2020.

samvinnufélög o.fl.

56. mál
[18:21]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (andsvar):

Herra forseti. Svar mitt er: Já, ég mun greiða atkvæði á móti frumvarpinu í þessari mynd. Ég hélt að það hefði skilist í ræðu minni að ég er alfarið á móti svona þvingunaraðgerðum af því tilefni sem þarna er um að ræða, sem ég fjallaði ítarlega um. Ég er á móti þessu. Ég er alls ekki á móti jafnrétti, ég er með því að með jákvæðum hætti, eins og ég sagði, verði reynt að færa hlutina til betri vegar, án þess að refsa mönnum, án þess að beita dagsektum með þeim hætti sem hér er talað um. Miðflokkur Íslands, ég held ég geti fullvissað hv. þingmann um það, stendur einhuga þar að baki. Við vonumst aftur á móti til þess að frumvarpið verði fært til betri vegar í meðförum nefndarinnar og menn sjái að sér og ég hef ákveðnar vonir til þess eftir að hafa hlustað á nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokks Íslands hér í andsvörum og í ræðum. Ég merki mikla andstöðu gegn frumvarpinu í þessari mynd og það á líka við um Miðflokkinn.