151. löggjafarþing — 32. fundur,  7. des. 2020.

samvinnufélög o.fl.

56. mál
[18:57]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka prýðisgóða og beitta ræðu. Við sjáum af umræðu um málið tilhneigingu til að ætlast til þess að við tökum yfirleitt afstöðu til mála út frá heiti þeirra eða fyrirsögnum frekar en innihaldi. Ég segi eins og hv. þingmaður að ég skil ekki hvaða jafnrétti felst í því að ríkið hlutist til um að jafnmargir séu af hvoru kyni í hverri starfsgrein, í hverju fyrirtæki, í hverju herbergi. Í háskóla er núna mikill meiri hluti nemenda konur, meira en tveir þriðju eða um tveir þriðju, held ég, og reyndar var það þegar orðið svo þegar ég var þar í námi og truflaði mig nú aldrei.

En ég spyr hv. þingmann, vegna þess að hann er ekki bara þingmaður heldur líka sérfræðingur, fræðilegrar spurningar, þetta eru vangaveltur: Hvort væri meira íþyngjandi, þetta frumvarp þar sem á að segja fólki, að viðlagðri refsingu, hverjir megi vera fulltrúar fyrir eign þess, eða það að Háskóli Íslands ákvæði að það mættu ekki vera fleiri af öðru kyninu á hverri námsbraut, (Forseti hringir.) myndi banna það að fleiri kæmu af öðru kyninu en hinu?