151. löggjafarþing — 32. fundur,  7. des. 2020.

samvinnufélög o.fl.

56. mál
[19:00]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég er að sjálfsögðu ekki að tala fyrir aðgangsstýringu í háskóla eða annað út frá kyni en það er rétt sem hv. þingmaður segir að það myndi eflaust ekki vekja mikla lukku hjá þeim sem telja sig fyrst og fremst tala fyrir jafnrétti, enda snýst umræðan iðulega um mjög afmarkaða þætti eins og aftur og aftur um hvernig kynjahlutföll eru í stjórnum fyrirtækja. Manni finnst oft að staða annarra kvenna en þeirra sem langar að sitja í stjórn fyrirtækis gleymist oft á tíðum og jafnrétti líði fyrir vegna þessara áherslna nútímajafnréttissinnanna eins og þeir telja sig vera.

En ég spyr hv. þingmann, af því að hann er, eins og ég nefndi áðan, sérfræðingur: Getur hv. þingmaður útskýrt fyrir mér hvernig er farið að því að kjósa í stjórn við þessar aðstæður? Ég átta mig nefnilega ekki alveg á því. Ef fleiri bjóða sig fram en nemur stjórnarsætunum (Forseti hringir.) er þá farið eins og eftir fléttulista hjá stjórnmálasamtökum (Forseti hringir.) og færðir upp einhverjir sem enginn vildi jafnvel hafa í stjórninni? Hvernig virkar þetta?