151. löggjafarþing — 34. fundur,  9. des. 2020.

atvinnuleysistryggingar.

300. mál
[15:38]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Atvinnuleysisbætur eru áunnin réttindi launafólks. Fyrirkomulagið byggist á grunngildum norrænnar jafnaðarstefnu og var komið á hérlendis fyrir tilstilli verkalýðshreyfingarinnar og stjórnmálaflokka sem hafa barist fyrir réttindum almennings. Við í Samfylkingunni styðjum að sjálfsögðu tillögur stjórnarflokkanna en viljum stíga stærri skref af því að við vitum að það mun ekki bara gagnast atvinnuleitendum og fjölskyldum þeirra heldur samfélaginu öllu. Ég vil hvetja allan þingheim til að taka undir tillögur okkar hér í dag af því að það skiptir máli að styðja við bakið á þeim tugþúsundum sem núna eiga um sárt að binda.