151. löggjafarþing — 34. fundur,  9. des. 2020.

atvinnuleysistryggingar.

300. mál
[15:39]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vil fagna því að meiri hluti velferðarnefndar leggi hér fram breytingu og framlengi hlutabótaleiðina. En með hliðsjón af því að velferðarnefnd er með til umfjöllunar og meðferðar mál er viðkemur íþróttafélögum og hugsanlega jafnvel fleirum, þá óska ég eftir því að málið gangi aftur til velferðarnefndar þannig að henni gefist tækifæri til þess að athuga hvort og þá með hvaða hætti hlutabótakerfið geti stutt betur við ætlun stjórnvalda þegar kemur að stuðningi við frjáls félagasamtök. Það er eindregin ósk mín, herra forseti.