151. löggjafarþing — 34. fundur,  9. des. 2020.

atvinnuleysistryggingar.

300. mál
[15:40]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í rúmt hálft ár eða allt frá því þessi kreppa skall á hefur ríkisstjórnin streist á móti þegar talað hefur verið um og þess hefur verið krafist að grunnatvinnuleysisbætur og aðrar bætur til þess fólks sem er að missa vinnuna verði hækkaðar.

Ég fagna auðvitað hverju skrefi og ég fagna þessu skrefi nú þó að við í Samfylkingunni hefðum viljað sjá miklu stærri og kröftugri skref. Stundum finnst mér eins og ríkisstjórnin skilji ekki birtingarmynd þessarar kreppu sem felst í því að mörg okkar finna ekki fyrir efnahagslegum áhrifum kreppunnar á meðan tugþúsundir manna bera mestan skaða. Ég vona að þessi atkvæðagreiðsla í dag marki sannarlega skref til frekari aðgerða vegna þess að annars munum við koma mjög illa tætt sem þjóð út úr þessari kreppu.