151. löggjafarþing — 34. fundur,  9. des. 2020.

félagsleg aðstoð og almannatryggingar .

361. mál
[15:55]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta er auðvitað ákveðið skref. Við þurfum að gera betur en ég er þó ótrúlega ánægð með að við séum að klára þetta mál, þessa eingreiðslu, núna 9. desember, að við höfum náð að klára það með hraði. Það getur skipt sköpum hvað varðar útgreiðslu á eingreiðslu fyrir jól til þeirra sem eru á örorkulífeyri. Ég fagna því að við séum að ljúka 3. umr. málsins núna en ekki á allra síðustu dögum fyrir jól. Vel gert, öll.