151. löggjafarþing — 34. fundur,  9. des. 2020.

félagsleg aðstoð og almannatryggingar .

361. mál
[15:57]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M):

Herra forseti. Ég fagna eingreiðslu til öryrkja og endurhæfingarlífeyrisfólks. Ég leyfi mér að minna á ósk Öryrkjabandalagsins um að greiðslan berist fyrir jól. Þingflokkur Miðflokksins styður þetta mál að sjálfsögðu. Við Miðflokksmenn hefðum þó viljað að eingreiðslan tæki sömuleiðis til þeirra sem eiga rétt á greiðslu ellilífeyris, þ.e. eldri borgara, og munum flytja tillögu þess efnis við afgreiðslu fjárlaga.