151. löggjafarþing — 34. fundur,  9. des. 2020.

samþætting þjónustu í þágu farsældar barna .

354. mál
[17:54]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Hæstv. ráðherra nefndi sveitarfélögin og það góða samstarf sem hefur verið við það stjórnsýslustig í þessari vinnu og einmitt að það mikilsverða framlag sem bæði félagsmálastjóri sveitarfélaganna og félagsþjónusta sveitarfélaganna hafa lagt til hefði skipt miklu máli við þessa vinnu. En þá er spurningin: Telur ráðherra að sá umbúnaður sem er í frumvörpunum til þess að mæta þeim kostnaði sem óhjákvæmilega mun falla á sveitarfélögin muni duga til? Og ef ekki, er þá hæstv. ráðherra reiðubúinn, þegar fram líða stundir, að tryggja það að slík framlög fáist, að sá stuðningur fáist þegar og ef til þess kemur?