151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[13:28]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Herra forseti. Ég greiði atkvæði gegn þessari tillögu og öðrum tillögum sem eru af frekar svipuðum meiði. Að mínu mati eru þetta ekki ábyrgar tillögur. Þetta er einmitt það sem m.a. stendur undir sjálfvirku sveiflujöfnurum og hjálpar okkur að takast á við efnahagskreppur sem þessar. Ég tel því að þetta sé alls ekki leiðin fyrir okkur til að fara í gegnum þessa krísu og greiði þess vegna atkvæði gegn þessu.