151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[13:40]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Herra forseti. Við sem erum áhugafólk, jafnvel áhugaflokkur, um ráðdeild í ríkisrekstri fáum ekki mikið fyrir okkar snúð í þessu frumvarpi til fjárlaga. Það er eðlilegt miðað við aðstæður. Á sumum sviðum er jafnvel ekki nóg gert eins og ýmsar breytingartillögur hér benda til. Þessi tillaga er tilraun til aðhalds sem verður að teljast sérstaklega eðlileg í ljósi þess að í þessum fjárlögum er þrátt fyrir allt að finna aðhaldskröfur á ýmsar stofnanir sem gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu sinni við almenning. Við í Viðreisn styðjum þessa tillögu.