151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[13:47]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég kvartaði undan framsetningu á atkvæðagreiðsluskjölum í fjárlaganefnd áður en þetta kom til þingsins. Hér er um að ræða nokkrar tillögur og einstaka tillögu gætum við greitt atkvæði, t.d. varðandi eftirfylgni með kennitöluflakki. En 250 milljónum í að fylgjast með fíkniefnum á landamærum væri til að mynda miklu betur varið í skaðaminnkunarúrræði og þess háttar. Þannig að við segjum já við að fylgjast með kennitöluflakki en nei við hinu og sitjum því að lokum hjá við atkvæðagreiðslu á þessum lið. Að sjálfsögðu ættum við að geta greitt atkvæði um hvora tillöguna fyrir sig. Það er mjög bagalegt að það sé tekið fram í heildarsummu þegar fram koma tvær tillögur við einn fjárlagalið. Þetta gengur ekki svona að mínu mati. Þetta var vandamál síðast og er enn þá vandamál sem ekki er búið að laga.

(Forseti (SJS): Forseti stingur því inn að hv. þingmaður gæti, ef hann vill virkilega gera þetta einfalt, flutt breytingartillögu við breytingartillöguna og lækkað fjárhæðina og þar með kæmi hann fram atkvæði sínu.)