151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:21]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Hérna er ríkisfjármálunum beitt af fullum þunga. Þetta er brandari fjárlaganna í ár, held ég, að verið sé að nota þessa fjárheimild sem einhvers konar umhverfisverkefni. Eins og kemur fram í útskýringum á að athuga fyrir 80 milljónir hvort minkar éti ekki örugglega enn þá matarafganga. Fyrirgefið, þetta er bara dálítið djók.