151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:23]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Margt smátt gerir eitt stórt eins og oft er sagt. Í umræðu um fjárlög eru milljarðarnir orðnir svo margir og stórir að litlu tölurnar komast einhvern veginn lítið á flug en þær skipta þá sem þeirra njóta gríðarlega miklu máli. Hér erum við að tala um safnamál, söfn sem eru dreifð um allt land og þar skipta þessir fjármunir miklu máli, jafnvel þótt milljónirnar séu ekki margar hjá hverjum og einum. Hér erum við með alls konar söfn eins og kom fram áðan. Við erum með RIFF, alþjóðlega kvikmyndahátíð, við erum með Barnamenningarsjóð og fleira sem hér er undir. Ég fagna því að við höfum tekist á við það í fjárlaganefnd að styðja við alla þessa góðu aðila í þessu fjárlagafrumvarpi.