151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:28]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S):

Virðulegur forseti. Einkafjölmiðlar eiga við ofurefli að etja, við fjölmiðil ríkisins. Í stað þess að ráðast að rót þess vanda, sem ég held nú og hygg að allur þingheimur sé sammála um að sé ákveðinn vandi, er með þessari breytingartillögu gefið í þann samkeppnismun. Þess utan eru einkafjölmiðlar, ef ég má segja, niðurlægðir og nánast geltir með því að vera settir á ríkisframlag.

Fjölmiðlar eiga ekki að vera á fóðrum ríkisvaldsins og þess vegna segi ég nei.