151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:30]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Staða einkareknu fjölmiðlanna í slagnum við Ríkisútvarpið er með slíkum ólíkindum að það er sérstakt að nú sé enn bætt í fjárveitingar til Ríkisútvarpsins á sama tíma og einkareknu miðlarnir eru í snúnari stöðu en nokkru sinni áður. Hæstv. utanríkisráðherra sagði í atkvæðaskýringu fyrr í umræðunni að eftir því væri tekið hverjir greiddu ekki atkvæði með þeim hætti sem hann hefði talið líklegt að yrði raunin. Nú tek ég sérstaklega eftir því að þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiða atkvæði með öðrum hætti en ég hafði reiknað með.

Ég vil bara benda á að ég mun í dag, fyrir hönd Miðflokksins, leggja fram tillögu ótengda þessu máli sem snýr að nýrri útfærslu á ráðstöfun á nefskatti til Ríkisútvarpsins.