151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:39]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F):

Herra forseti. Ég fagna því og tek undir mikilvægi þess að styðja við menntastofnanir okkar. Hér er framlag til Austurbrúar upp á 30 milljónir. Austurbrú vinnur að hagsmunamálum íbúa á Austurlandi og veitir samþætta og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu, í raun einstök stofnun sem er samfélaginu gríðarlega mikilvæg. Ég tek undir orð hv. þingmanns sem tók til máls áðan, hv. þm. Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, um að það er mikilvægt koma á föstum samningi þar.

En ég vil líka benda á það að þarna er 15 millj. kr. tímabundið framlag til Fjölmenntar, símenntunar- og þekkingarmiðstöðvar. Allt eru þetta mikilvægar stofnanir fyrir okkur öll um allt land.