151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[15:57]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (U):

Herra forseti. Hér er lagt til að gera tíðavörur aðgengilegar fyrir þau sem á þurfa að halda að skoskri fyrirmynd. Heilbrigðisráðherra verði falið í samstarfi við aðra ráðherra og sveitarfélög að útvega tveimur hópum tíðavörur án endurgjalds, annars vegar öllum á grunn- og framhaldsskólaaldri og hins vegar þeim sem eru með lágar tekjur. Hér er áætlað að til að koma þessu kerfi upp þurfi um 280 milljónir og því er gerð tillaga um að bæta því við fjárlög. Það er lítið verð að greiða til að gera aðgengi að tíðavörum jafn sjálfsagt og eðlilegt og aðgengi að klósettpappír í skólum og að útrýma túrfátækt.