151. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2020.

utanríkisþjónusta Íslands.

19. mál
[15:45]
Horfa

utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við erum loksins að greiða atkvæði um svokallað sendiherrafrumvarp en nú erum við í fyrsta skipti að setja einhverjar reglur um skipan sendiherra og í rauninni að losa um að stærstum hluta æviráðningarferlið sem hefur verið til staðar fram til þessa. Þegar sá sem hér stendur kom í ráðuneytið var allt að því fjórði hver diplómat á Íslandi sendiherra. Ég held að það séu allar líkur á því að við höfum átt heimsmet í fjölda sendiherra, í það minnsta per capita, eins og það er kallað. Þessu máli hefur almennt verið mjög vel tekið ef undan er skilinn einn aðili og það er stjórnarandstaðan. Mér sýnist að þetta sé eina málið sem hefur sameinað þingflokka Pírata, Miðflokksins, Samfylkingar og Viðreisnar. (Gripið fram í.) Mér vitanlega hefur Flokkur fólksins ekki tekið þátt í þessu. Og nú eftir að þeir eru búnir að gera allt (Forseti hringir.) til að drepa þetta mál er það loksins komið til atkvæðagreiðslu (Gripið fram í.) og ég fylgist spenntur með því hvernig hv. þingmenn greiða atkvæði.