151. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

22. mál
[16:46]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Nú get ég náttúrlega ekki beinlínis sagt til um það hvers vegna aðilar skila inn umsögn og hvers vegna þeir kjósa að gera það ekki. Það geta jú allir sem það vilja skilað inn umsögn. Það liggur hins vegar fyrir, líkt og ég hef þegar farið yfir hér í andsvari, að frumvarpið er byggt á niðurstöðu starfshóps sem skilaði skýrslu og í þeim starfshópi voru barnaskurðlæknir, barnainnkirtlalæknir og barnasálfræðingur auk félaga frá ýmsum félagasamtökum. Það kom einnig fram fyrir nefndinni að einn aðili taldi ekki ástæðu til að skila inn umsögn vegna þess að frumvarpið væri afrakstur þess starfshóps sem hann sat í.