151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

20. mál
[14:09]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég trúi því að langflest okkar sem förum í pólitík gerum það til að hafa jákvæð áhrif á líf fólks og breyta heiminum til hins betra. Þau mál sem við erum nú að fara að greiða atkvæði um sem fjalla um kynrænt sjálfræði eru dæmi um það. Þetta eru mál sem tryggja rétt trans og intersex fólks og þá sérstaklega rétt barna. Það er gott og mikilvægt hversu vel undirbúin þessi mál voru af hálfu forsætisráðherra. Mál er varðar ódæmigerð kyneinkenni fékk mikla umfjöllun í nefndinni og tel ég að afgreiðsla þess hér í dag sé til marks um það að við færum okkur inn í nútímann og frá forneskjunni, enda erum við blessunarlega komin það langt að við tölum ekki lengur um að lækna kyneinkenni fólks. Fólk er fólk.

Að sjálfsögðu segi ég já.