151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

20. mál
[14:12]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með þeim þingmönnum sem talað hafa hér á undan mér, ég styð þessi þrjú mál sem við erum að fara að greiða atkvæði um. Þetta er mjög mikilvægur áfangi varðandi sjálfræði fólks. Ég er stolt af því að styðja þá ríkisstjórn sem leggur þessi mál hér fyrir þingið. Ég hef fylgst með vinnunni við málið og undirbúningi hennar sem staðið hefur yfir í sjö eða átta ár. Þessi vinna er vel undirbúin og byggir á mikilli þekkingu sem orðið hefur til í samfélaginu á síðustu árum. Hér erum við að ná risastórum áfanga varðandi sjálfræði og læknisaðstoð við börn.