151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

20. mál
[14:14]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er ekki á hverjum degi sem við greiðum atkvæði hér í þingsal um mál sem snúast í raun og veru um gildismat samfélags. Það er ekki á hverjum degi sem við greiðum atkvæði hér í þingsal um mál sem snúast um einmitt rétt fólks til að ráða örlögum sínum sjálft. Þessi þrjú mál sem við greiðum atkvæði um núna snúast um nákvæmlega það; frelsi fólks til að ráða örlögum sínum og um mannréttindi sem endurspeglar ákveðið gildismat. Ég fagna þeirri breiðu samstöðu sem virðist vera að nást hér í þingsal um að veita þessum málum brautargengi og þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir að hafa að vandað til verka í umfjöllun um þessi mál og fagna því. Þó að við séum stödd í 2. umr. hef ég trú og sannfæringu fyrir því að Alþingi muni samþykkja þessi mál og stíga þannig mjög mikilvægt skref í þágu frelsis og í þágu mannréttinda.