151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

bætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum.

211. mál
[14:55]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hægt og rólega erum við að horfast í augu við það sem miður hefur farið í sögu okkar. Við erum að greiða því fólki sanngirnisbætur og fjölskyldum þess sem hefur mátt líða fyrir röng viðhorf okkar til samborgara okkar. Þetta er sanngirnismál sem við í Samfylkingunni styðjum að sjálfsögðu. Ég tek undir það sem fram hefur komið hér um nauðsyn á því að útvíkka þetta enn frekar til þeirra sem dvöldu á einkaheimilum. Mig langar að nefna sérstaklega þátt Landssamtakanna Þroskahjálpar í því að leiða þetta mál og að koma okkur á þann stað þar sem við erum núna í dag.