151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

viðspyrnustyrkir.

334. mál
[15:25]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Þessi breytingartillaga snýr að skilgreiningu á tekjum sem eru teknar til viðmiðunar í þessu frumvarpi þannig að fjármagnstekjur, vextir, arður og leigutekjur, sem hafa lítil tengsl við tekjufall rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, séu ekki með í skilgreiningunni heldur séu þetta tekjur af vörum og þjónustu.