151. löggjafarþing — 38. fundur,  15. des. 2020.

viðspyrnustyrkir.

334. mál
[15:28]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Hér greiðum við atkvæði um breytingartillögu sem lætur lítið yfir sér en er gríðarlega mikilvæg. Greinin fjallar um að fyrirtæki megi ekki vera í gjaldþrota- eða slitameðferð en hér er lagt til að það sé ekki fortakslaust og greininni verði breytt þannig að slit sem eru hluti af samruna- eða skiptingarferli rekstraraðila teljist ekki til almennrar slitameðferðar samkvæmt þessu ákvæði. Þegar fyrirtæki eru í endurskipulagningarferli og slitameðferðin hefur það markmið að bjarga rekstri og gera hann öflugri þurfi ekki að uppfylla það skilyrði að vera ekki í slitameðferð. Þetta er gríðarlega mikilvægt vegna þess að við vitum öll að í hönd fara umbrotatímar þar sem þarf mikla endurskipulagningu í atvinnulífinu.