151. löggjafarþing — 39. fundur,  16. des. 2020.

stjórnsýsla jafnréttismála.

15. mál
[16:03]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M):

Herra forseti. Við studdum hér með mikilli ánægju málið sem var á dagskrá á undan þessu máli. Við höfum hins vegar lengi haft efasemdir um sektarákvæðin í þessum málaflokki sem og öðrum og munum því greiða atkvæði á móti þessari atvinnugrein … ekki atvinnugrein heldur lagagrein, afsakið. [Hlátrasköll í þingsal.] Það er svolítið langsótt að kalla þetta atvinnugrein. Reyndar hafa nú býsna margir atvinnu af jafnréttismálum samt sem er kannski jafn gott. En það er ekki málið heldur þessi lagagrein. Við munum sitja hjá við málið í heild því að við teljum að ástæðulaust sé að hafa þessa grein inni í lögunum eins og hún er orðuð.