151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

búvörulög.

376. mál
[11:25]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Vandi landbúnaðarins hefur staðið lengi og nú erum við í bráðavanda vegna birgðastöðu, bæði búfjár á fæti og í sláturhúsum, af völdum Covid og eins vegna þess að ferðamenn eru hættir að koma inn í landið. Þessi atkvæðagreiðsla og það sem ríkisstjórnin leggur til er skref í rétta átt. En við í Miðflokknum viljum taka aðeins stærra skref og fresta útboðum tollkvóta til að ráðast á vandann eins og hann blasir við þannig að það virki. Mælist ég til að þingheimur taki undir með okkur hvað það varðar.