151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

búvörulög.

376. mál
[11:45]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Bara vegna þessarar umræðu sem er svo sem eins og hún er, vil ég spyrja hv. þingmenn: Hvert á bóndinn að hringja á morgun sem er með yfirfullar stíur, kemur ekki gripum frá sér og vandinn hleðst upp? Ég vil spyrja þá sem hafa áhyggjur af neytendum í þessu máli og vegna þessara aðstæðna, sem ég ætla ekkert að gera lítið úr: Hvernig getur það gengið upp í slíkri stöðu sem við erum, að við getum búist við miklum verðhækkunum þegar það sem þarf að ganga fyrir er að hægt sé að afsetja gripi og huga að velferð dýranna til lengri tíma? Þetta er mjög alvarleg staða, virðulegi forseti. Ég vil að við tökum það alvarlega sem við erum að gera.